Fara í efni

Áhættumat og eftirlitsáætlanir

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling á Áhættumats- og gæðastjórnunarsvið til að starfa við áhættumat og eftirlitsáætlanir.

Helstu verkefni:


  • Mótun aðferða við áhættumat fyrir matvæli, fóður, heilbrigði og velferð búfjár.
  • Verkstjórn áhættumats.
  • Úrvinnsla áhættumats.
  • Gerð landsbundinnar eftirlitsáætlunar til margra ára.
  • Samantekt og skil árlegra eftirlits- og sýnatökuáætlana.
  • Samantekt og skil árlegra niðurstaðna eftirlits.
  • Innri og ytri úttektir.
  • Önnur verkefni.


Menntunar- og hæfniskröfur:


  • Háskólamenntun í dýralæknisfræði, matvælafræði, líffræði eða önnur sambærileg háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Góð tölvukunnátta er skilyrði.
  • Reynsla af verkefnastjórn æskileg.
  • Skipulags- og samskiptahæfileikar.
  • Góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
  • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.


Starfsmaður mun starfa á aðalskrifstofu Matvælastofnunar á Selfossi. Um fullt starf er að ræða og eru launakjör samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna.

Nánari upplýsingar um starfið veita Sigurborg Daðadóttir og  Hafsteinn Jóh. Hannesson í síma 530-4800. Umsóknum ásamt ferilskrá og öðrum upplýsingum skal skilað til Matvælastofnunar, Austurvegi 64, 800 Selfoss, merktum “Áhættumat” eða með tölvupósti á mast@mast.isUmsóknarfrestur er til og með 30. nóvember 2010.



Getum við bætt efni síðunnar?