Fara í efni

Aflétting riðuhafta í Landnámshólfi

Um síðustu áramót voru liðin 20 ár frá því að riðuveiki greindist síðast í Landnámshólfi. Riðuhöftum sem í gildi hafa verið í hluta Landnámshólfs var því aflétt 1. janúar 2024. Þau svæði sem skilgreind voru sem sýkt svæði, þ.e. Sveitarfélagið Ölfus, Hveragerði, Árborg og Grafningur, teljast nú vera ósýkt svæði.

Til frekari glöggvunar þá afmarkast Landnámshólf af þremur varnarlínum:

  • Að norðan afmarkast hólfið af Hvalfjarðarlínu, sem liggur úr Hvalfirði við Múlafjall um Hvalvatn að Kvígindisfelli að Brunnum við Uxahryggi í Hrúðurkarla við Þórisjökul.
  • Að sunnan afmarkast hólfið af Hvítárlínu, sem er Ölfusá, Hvítá að Jökulfalli og síðan Jökulfall og Jökulkvísl að Blágnípujökli.
  • Að austan afmarkast hólfið af Sogs- og Bláskógalínu, sem er Sogið frá Ölfusá um Þingvallavatn og úr því um Ármannsfell í Hvalfjarðarlínu við Kvígindisfell.

Ítarefni

Upplýsingasíða Matvælastofnunar um flutninga og sjúkdómavarnir í sauðfé og geitum

Upplýsingasíða Matvælastofnunar um riðu


Getum við bætt efni síðunnar?