Fara í efni

Afföll í sjókvíaeldi vegna laxalúsa í Tálknafirði árið 2023

Matvælastofnun hefur tekið saman skýrslu um atburði sem leiddu til mikilla affalla á laxi í sjókvíaeldi í Tálknafirði haustið 2023. Skýrslunni er ætlað að varpa ljósi á atburðarásina og aðgerðir bæði hlutaðeigandi fyrirtækja og Matvælastofnunar.

Til þess að fyrirbyggja atburð sem þennan telur Matvælastofnun nauðsynlegt að breyta lagaumhverfi á þann hátt að settur verði heildstæður rammi fyrir varnir gegn sjúkdómum og sníkjudýrum í fiskeldi með áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir og skjót viðbrögð. Með því megi stuðla að sjálfbæru og ábyrgu fiskeldi. Jafnframt telur Matvælastofnun mikilvægt að efla rannsóknir á líffræði laxalúsar á Íslandi í þeim tilgangi að auka þekkingu á samspili laxalúsar í umhverfinu og áhrif hennar á fiska í sjókvíaeldi og villtri náttúru.

Skýrsla um afföll í sjókvíaeldi vegna laxalúsa í Tálknafirði 2023


Getum við bætt efni síðunnar?