Fara í efni

Aðskotahlutur (plast) í karamellum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á Sanders saltkaramellu með mjólkursúkkulaði, vegna þess að varan gæti innihaldið aðskotahlut (plast).
Costco hefur innkallað vöruna af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.
Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi Best fyrir dagsetningar.

Vörumerki: Sanders
Vöruheiti: Milk Chocolate Sea Salt Caramels
Þyngd: 1,02 kg
Best fyrir: b.f. 27.02.2024 eða fyrr
Innflytjandi: Costco Wholesale Iceland ehf.
Framleiðsluland: USA
Dreifing: Verslun Costco, Kauptún 3

Costco biður þá viðskiptavini sem enn eiga vöruna að farga henni eða skila henni gegn endurgreiðslu í verslun sína í Costco Kauptúni 3, Garðabæ.

Ítarefni:


Getum við bætt efni síðunnar?