Aðskotahlutur (hart plast) fannst í Orkublöndu
Frétt -
20.03.2023
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun varar við neyslu á einni lotu af Orkublöndu, þar sem aðskotahlutur (hart plast) fannst í vörunni. Nathan & Olsen, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur innkallað frá neytendum Orkublöndu, blanda af jarðhnetum, rúsínum, kasjúhnetum og möndlum í hýði, vörumerki Krónan. Matvæli sem innihalda aðskotahluti geta verið óörugg og óhæf til neyslu.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:
- Vörumerki: Krónan
- Vöruheiti: Orkublanda – blanda af jarðhnetum, rúsínum, kasjúhnetum og möndlum í hýði
- Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 29.09.2023
- Strikamerki: 5690595095663
- Framleiðandi: Nathan & Olsen, Klettagörðum 19, 104 Reykjavík
- Framleiðsluland: Ísland
- Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru: Nathan & Olsen, Klettagörðum 19, 104 Reykjavík.
- Dreifing: Verslanir Krónunnar um land allt.
Leiðbeiningar til neytenda: Neytendur sem eiga umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni hjá Nathan & Olsen, Klettagörðum 19. Nánari upplýsingar veitir gæðastjóri Nathan & Olsen í síma 869 5358 eða í gegnum netfangið snorri.birgisson[hja]1912.is.
Ítarefni: