Fara í efni

Áburður frá Skeljungi undir leyfðum vikmörkum í fosfór

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Við eftirlit Matvælastofnunar mældist áburðartegundin Sprettur 12-18-15+Avail, sem er ein þeirra áburðartegunda sem Skeljungur flytur inn, með fosfórinnihald undir leyfðum vikmörkum.

Skeljungi hf. er því  ekki heimilt að dreifa áburðinum  til notenda, nema  að  fyrirtækið   endurmerki Sprett 12-18-15+Avail eða upplýsi kaupendur áburðartegundarinnar um þau frávik sem greindust í þessum áburði svo óyggjandi sé.Getum við bætt efni síðunnar?