Fara í efni

Áburðartegund frá SS stenst kröfur varðandi kadmíum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Við áburðareftirlit á síðasta ári mældist kadmíum yfir leyfðum mörkum í áburðartegundinni NPK 12-4-18, sem Sláturfélag Suðurlands flytur inn. Áburðurinn var tekinn af skrá og bannað að dreifa honum á þessu ári fyrr en Matvælastofnun hefði tekið sýni af honum og látið efnagreina og að niðurstöðurnar sýndu að áburðurinn stæðist kröfur. Við komuna til landsins tók Matvælastofnun tvö sýni af þessum áburð úr 600 kg og 40 kg sekkjum. Í báðum sýnunum greindist kadmíum undir leyfðu hámarki eða 35 mg/kg fosfórs í 600 kg sekkjum og 27 mg/kg fosfórs í 40 kg sekkjum. Fyrirtækinu er því heimilt að dreifa þessum áburði til notenda.Getum við bætt efni síðunnar?