Laust starf sérgreinadýralæknis faraldsfræði
Viltu taka þátt í að stuðla að vörnum, vöktun og viðbrögðum við smitsjúkdómum í dýrum?
Matvælastofnun leitar að leiðandi sérfræðingi í starf sérgreinadýralæknis faraldsfræði. Um fullt starf er að ræða sem felur í sér yfirumsjón verkefna á sviði varna, vöktunar og viðbragða við smitsjúkdómum í dýrum, ásamt þátttöku í stefnumótun og markmiðasetningu innan stofnunarinnar. MAST er með starfstöðvar víða um land en höfuðstöðvar eru á Selfossi og er staðsetning starfs þar.
Við erum nútímaleg og framsækin þjónustustofnun sem gætir hagsmuna neytenda, dýra og plantna. Við leggjum áherslu á starfsánægju og samskipti ásamt því að vera öflugt og lifandi þekkingarsamfélag. Hlutverk MAST er að standa vörð um heilsu manna, dýra og plantna og auka þannig velferð og verðmætasköpun í þágu þjóðarinnar. Til að rækta hlutverk okkar þurfum við að búa yfir framúrskarandi þekkingu á matvælaöryggi, heilbrigði og velferð dýra ásamt því að ástunda traust, vandað og áhættumiðað eftirlit. Gildi Matvælastofnunar eru: FAGMENNSKA, GAGNSÆI OG TRAUST.
Helstu verkefni og ábyrgð.
- Yfirumsjón með gerð og viðhaldi viðbragðsáætlunar og leiðbeininga vegna alvarlegra dýrasjúkdóma, og þjálfun í viðbrögðum.
- Skipulagning eftirlits með smitsjúkdómum í dýrum og samantekt á niðurstöðum, í samvinnu við aðra sérgreinadýralækna stofnunarinnar.
- Umsjón með tilkynningum og skýrslugjöf um smitsjúkdóma í dýrum, til Evrópusambandsins og Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunarinnar (WOAH).
- Frumkvæði að upplýsingaöflun, áhættumati, faraldsfræðilegri úrvinnslu gagna og gerð leiðbeininga og fræðsluefnis um smitsjúkdóma í dýrum.
- Þátttaka í innlendu- og erlendu samstarfi á sviði dýraheilbrigðis.
- Þáttaka í teymum eins og við á.
- Önnur tilfallandi verkefni tengd starfssviði
Hæfnikröfur
Umsækjendur skulu hafa dýralæknismenntun og gilt starfsleyfi á Íslandi. Sérfræðiþekking á faraldsfræði dýrasjúkdóma er æskileg sem og úrvinnsla og framsetning gagna á stafrænu formi. Öguð vinnubrögð, góðir skipulagshæfileikar og geta til að starfa sjálfstætt og í teymi eru áskilin. Gerð er krafa um færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku ásamt góðri almennri tölvukunnáttu. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af og innsýn í opinbera stjórnsýslu. Góð framkoma og lipurð í samskiptum eru skilyrði.
Frekari upplýsingar um starfið
Nánari upplýsingar um starfið veitir Egill Þorri Steingrímsson, sviðsstjóri samhæfingar, egill.steingrimsson@mast.is og í síma 530 4800.
Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí 2025. Með umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Vakin er athygli á því að umsóknin gildir í sex mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út nema umsækjandi ákveði annað. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Dýralæknafélags Íslands.
Nánari upplýsingar um Matvælastofnun er að finna á heimasíðu stofnunarinnar www.mast.is.
Sótt er um starfið á Starfatorgi