Fara í efni

Velferð dýra á Landsýn

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Velferð dýra verður í sviðsljósinu á vísindaþingi landbúnaðarins, Landsýn, sem haldið er á Hvanneyri n.k. föstudag, 7. mars. Á málstofu um velferð dýra verða ný lög um dýravelferð kynnt og rætt um hvernig hægt er að mæla dýravelferð. Þá verða kynntar niðurstöður rannsókna á munni hesta og útigangi, ástandi fjárhúsa og þróun og áhrif bóluefna. Málstofan hefst í Höfða kl. 10 og varir til kl. 15. Samhliða málstofu um velferð dýra verða haldnar málstofurnar: Ferðamál og dýr – Landbúnaðartengd ferðaþjónusta, Landlæsi og Skógrækt á rofnu landi. Eftir klukkan 15, að málstofum loknum, verður veggspjaldasýning þar sem höfundar veggspjalda munu kynna efni þeirra og svara fyrirspurnum.

Skráning fer fram á heimasíðu Landbúnaðarháskólans undir fyrirsögninni Úr ýmsum áttum

Þátttakendum gefst kostur á flutningi með rútu frá Reykjavík til Hvanneyrar. Rútan fer frá BSÍ klukkan kl. 8:00 og frá húsi Landbúnaðarháskóla Íslands í Keldnaholti kl. 8:25. Rútan kemur til Hvanneyrar kl. 9:30. Þar verður gestum boðin miðmorgunhressing áður en að fyrirlestrar hefjast í þremur samhliða málstofum kl. 10:00. Boðið verður upp á hádegisverð milli klukkan 12 og 13. Rútan fer aftur til Reykjavíkur um kl. 16:30. Hún stoppar á Keldnaholti og endar á BSÍ. Ráðstefnugjald er 6.000 kr. (hádegisverður innifalinn) en rútugjald er 2.000 kr.

Nánari upplýsingar um erindin og veggspjöld er að finna í dagskrá vísindaþingsins hér að neðan en að Landsýn standa, auk Matvælastofnunar, Háskólinn á Hólum, Landbúnaðarháskóli Íslands, Landgræðsla ríkisins, Skógrækt ríkisins og Veiðimálastofnun. 

Ítarefni 


Getum við bætt efni síðunnar?