Fara í efni

Varnarefni yfir mörkum í núðlum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Shin Red Super Spicy Noodles með vörumerkinu NONGSHIM, vegna þess að varnarefnið Iprodione greindist yfir leyfilegum mörkum. Innflutningsfyrirtækin Lagsmaður ehf. / Fiska.is og Market Hong Phat ehf. hafa innkallað núðlurnar í samráði við heilbrigðiseftirlitin.

Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:

  • Vörumerki: NONGSHIM
  • Vöru­heiti: Shin Red Super Spicy Nood­les
  • Best fyr­ir dag­setn­ing: 15.09.2022
  • Strika­merki: 8801043053167
  • Net­tó­magn: 120 g
  • Fram­leiðandi: Nongs­him Co., Ltd.
  • Fram­leiðslu­land: Suður-Kórea
  • Dreifing:   Fiska.is, Nýbýlavegi 6, 200 Kópavogi og Market Hong Phat,  Suðurlandsbraut 6, Reykjavík

Neytendur eru beðnir um að neyta vörunnar ekki og farga henni eða skila til verslunar þar sem hún var keypt.

Ítarefni:


Getum við bætt efni síðunnar?