Vanmerktur ofnæmisvaldur í fylltri kalkúnabringu
Frétt -
15.03.2013
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur fyrirskipað innköllun og sölustöðvun á fylltum kalkúnabringum vegna vanmerkingar á ofnæmis- og óþolsvaldi (glúten) eftir að ábending barst stofnuninni frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Varan verður ekki sett á markað fyrr en hún hefur verið endurmerkt.
- Vöruheiti : Hvíti kalkúninn Jói Fel fyllt bringa, strikanúmer 2312029008942.
- Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili: Framleiðandi Ísfugl, Mosfellsbæ.
- Auðkenni/skýringartexti: vanmerkt m.t.t. ofnæmis- og óþolsvalda. Fyllingin inniheldur brauð sem í er hveiti (glúten)
- Lagaákvæði: Með tilvísun í 8. og 30. gr. laga nr 93/1995 skal Ísfugl ehf stöðva alla dreifingu og sölu á og innkalla vöruna Hvíti kalkúnn Jói Fel fyllt bringa þar sem um vanmerkingu á ofnæmis- og óþolsvald er að ræða. Ísfugl ehf hefur sent út fréttatilkynningu varðandi máli til að upplýsa neytendur.
- Dreifing: Verslanir Hagkaupa á Stór-Reykjavíkursvæðinu og á Akureyri.
Ítarefni