Fara í efni

Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í ís

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hafa borist upplýsingar frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um innköllun á "Topp5" ís frá Emmessís vegna vanmerktra ofnæmis- og óþolsvalda.  
Vöruheiti:  "Topp5".     
Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili:  Varan er framleidd af Emmessís, Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík.
Laga- /reglugerðarákvæði:  2. tl. 6 gr., 8. og 13. gr. reglugerðar nr. 503/2005 um merkingu matvæla, með síðari breytingum.  8. og 30. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.
Áætluð dreifing innanlands: Fyrirtækið hefur ekki sent dreifingarlista. Vörunni er væntanlega dreift um land allt. 

Auðkenni/skýringartexti:  Um er að ræða svokallaða "Topp5" sölueiningu frá Emmessís, en í henni eru fimm mismunandi gerðir ísvara, alls 20 stk. Á umbúðir sölueiningarinnar vantar allar innihaldslýsingar sbr. 2. tl. 6. gr. og 8. gr. reglugerðar 503/2005 um merkingar matvæla með síðari breytingum. Í vörunni eru Daim toppar, en þekkt er að þeir innihalda óþols- og ofnæmisvaldana sojalesitín og hnetur (möndlur). Í innihaldslýsingum á umbúðum varanna kemur ekki fram að þær innihalda hnetur og sojalesitín en hvort tveggja er á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda.  Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis- og óþolsvaldar að vera skýrt merktir í merkingum matvæla.  Fyrirtækið hefur ekki sinnt innköllunarkröfu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og því liggur dreifingarlisti ekki fyrir.


Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?