Fara í efni

Vanmerktir ofnæmis- og óþolsvaldar í graflaxsósu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hafa borist upplýsingar frá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga um vanmerkta ofnæmis og óþolsvalda í graflaxsósu. Eðalfiskur ehf. ákveðið að innkalla af markaði graflaxsósu í samráði við MAST þar sem hún inniheldur sinnep sem aftur inniheldur hveiti.  Sú olía sem merkt er í innihaldslýsingu er hins vegar hrein repjuolía.  Innköllun nær eingöngu til þeirra vara sem greinilega hafa ekki verið endurmerktar að kvöldi 18.11.2011 með aukamiða og bera dagsetninguna „best fyrir 03/03/2012” og eldri dagsetninga. 

Hveiti og afurðir búnar til úr þeim eru á lista yfir ofnæmis – og óþolsvalda og því varasamar fyrir ákveðna neytendahópa.  Tekið skal fram að vörurnar eru skaðlausar neytendum sem hafa ekki ofnæmi eða óþol fyrir hveiti (glúten).

Þeir sem eiga vöruna og hafa ofnæmi geta skilað henni til Eðalfisks ehf, sími 437 1680.
 
Vöruheiti:  Eðalfiskur graflaxsósa.
Ábyrgðaraðili; framleiðandi, innflytjandi og/eða dreifingaraðili: Framleiðandi Vega fyrir Eðalfisk, Borgarbyggð.
Auðkenni/skýringartexti:  strikanúmer 5690623006005
Laga- /reglugerðarákvæði:  Samkvæmt grein 8a i lögum nr 93/1995 um matvæli er óheimilt að markaðssetja matvæli sem ekki eru örugg. Við ákvörðun um hvort matvæli séu örugg skal hafa hliðsjón  af í fyrsta lagi  því hvernig neytendur nota matvælin venjulega á hverju stigi framleiðslu og dreifingar og í öðru lagi upplýsingum sem neytendum eru veittar, þ.m.t. upplýsingum á merkimiða, eða öðrum upplýsingum sem neytendur hafa almennt aðgang að, þar sem fram kemur hvernig þeir geti forðast tiltekin matvæli eða tiltekinn matvælaflokk sem getur haft skaðleg áhrif á heilsuna.

Ítarefni
Getum við bætt efni síðunnar?