Fara í efni

Úthlutun lýsingarstyrkja í garðyrkju

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun, búnaðarstofa, hefur lokið afgreiðslu framlaga vegna uppsetningar á lýsingarbúnaði í gróðurhús. Við úthlutun styrkja var unnið í samræmi við aðlögunarsamning um starfskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða og reglugerð nr. 1222/2015, VIÐAUKA I, (Verklagsreglur um úthlutun styrkja vegna uppsetningar á lýsingarbúnaði).

Árið 2016 bárust þrjár umsóknir og hlutu þær allar afgreiðslu og var samanlagður áætlaður kostnaður við uppsetningu á lýsingarbúnaði í gróðurhúsum samkvæmt innkomnum umsóknum krónur 53.850.000  á grunnfleti sem nemur alls 3.264 fermetrum. Samkvæmt reiknireglum um úthlutun styrkja hefði heildarstyrkupphæð þurft að vera 10.978.200 krónur vegna umsókna í ár.

Heildarframlag skv. fjárlögum 2016 er kr. 8.000.000, en eftir stóðu kr. 340.146 frá fyrra ári. Heildarframlag styrkja var því 8.340.146 krónur að þessu sinni. Í nýjum búvörusamningum sem taka gildi um áramót er ekki gert ráð fyrir frekari lýsingarstyrkjum, og því er þetta að öllum líkindum í síðasta skipti sem þeim er úthlutað.


Getum við bætt efni síðunnar?