Útgáfa rekstrarleyfis til Arctic Smolt
Frétt -
26.02.2019
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun hefur veitt Arctic Smolt rekstrarleyfi til fiskeldis að Norður-Botni í Tálknafjarðarhreppi í samræmi við lög um fiskeldi. Um er að ræða breytingu á eldra rekstrarleyfi fyrirtækisins úr 200 tonnum í 1.000 tonna eldi á laxa- og regnbogasilungsseiðum á landi. Framkvæmdin er ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um útgáfu rekstrarleyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sbr. 4. gr. laga nr. 71/2008 um fiskeldi og fer um kærufrest og kæruaðild skv. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamála.