Fara í efni

Útflutningur hrossa hafinn á ný

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Útflutningur hrossa hófst á ný 14. september þegar 23 hross voru flutt til Liège í Belgíu. Útflutningur hefur legið niðri frá 10. maí s.l. vegna smitandi hósta í hrossastofninum. Áætlað er að hross sem uppfylla kröfur um heimaeinangrun verði flutt út vikulega til landamærastöðvarinnar í Liège. Þaðan eru þau flutt á áfangastað sinn innan Evrópusambandsins (ESB).

Önnur sending af sömu stærð fór til Belgíu 21. september og
 er verið að undirbúa sendingu til Bandaríkjanna sem fyrirhuguð er í oktober.
Þau hross sem hafa komið til skoðunar hafa uppfyllt heilsuskilyrði og virðist krafa um heimaeinangrun vera að skila tilætluðum árangri. 


Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?