Fara í efni

Uppruni E. coli mengunar enn óljós

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

 

Spænskar agúrkur eru ekki lengur grunaðar um að hafa orsakað matarsýkingu af völdum E. coli O104. Þeir sem hafa veikst hafa allir einhverja tengingu við N-Þýskaland og þá helst við Hamborg og nágrenni. Enn er verið að leita að uppruna sýkingar og hafa þýsk yfirvöld ráðlagt fólki að borða ekki hrátt grænmeti þ.e. agúrkur, tómata og salat.

Matvælastofnun hefur aflað allra upplýsinga sem liggja fyrir um innflutning á hráum agúrkum, tómötum og salati frá Evrópu og gefa þær upplýsingar ekki til kynna að
þessar vörur hafi verið fluttar inn frá N-Þýskalandi.


Þó svo að uppruni E. coli mengunar sé óljós beinist athyglin enn að hráu grænmeti. Þess má geta að lítið virðist vera um sýkingar í fólki utan Þýskalands og tengjast þau tilfelli ávallt heimsóknum til N-Þýskalands, einkum til Hamborgar og nágrennis. Sóttvarnalæknir hvetur þá sem ferðast til N-Þýskalands til að forðast neyslu á hráu grænmeti þar til uppruni sýkingarinnar hefur verið fundinn og tekinn úr umferð eða faraldurinn liðinn hjá. Þeir eru einnig hvattir til að leita til læknis ef þeir fá einkenni frá meltingarfærum eftir ferðalag til N-Þýskalands.


Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?