Fara í efni

Uppfærður listi yfir fæðubótarefni sem ber að varast

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur fengið tilkynningu í gegnum RASFF hraðviðvörðunarkerfi Evrópu og alþjóðlega viðvörunarkerfið Infosan um ýmis fæðubótarefni sem varað er við vegna innihaldsefnisins 1,3-dimethylamylamine eða DMAA. Fjölmörg alvarleg tilfelli í heiminum hafa átt sér stað eftir neyslu slíkra fæðubótarefna. Í apríl fór m.a. ungur Svíi í hjartastopp í 15 mínútur en var endurlífgaður en hann hafði verið að neyta eitt af þessum fæðubótarefnum.

Þekktar aukaverkanir: Hár þlóðþrýstingur, ógleði/uppköst, heilablæðing, blóðtappi og dauði.

Matvælastofnun, í samstarfi við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, vinnur að því að kanna hvort þessar vörur séu á markaði hér á landi en netverslanir hafa haft sumar þeirra til sölu.

Ítarefni



Getum við bætt efni síðunnar?