Fara í efni

Merkingar matvæla og hráefnaskortur vegna stríðsins í Úkraínu

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Vegna stríðsins í Úkraínu standa ýmsir matvælaframleiðendur frammi fyrir skorti á vissum hráefnum, einna helst sólblómaolíu og sólblómalesitíni. Vegna þessa getur sú staða komið upp að breyta þarf uppskriftum samsettra vara með litlum fyrirvara. Í mörgum tilfellum eiga framleiðendur lager af forprentuðum matvælaumbúðum með innihaldslýsingum í samræmi við hefðbundna uppskrift. Íslensk stjórnvöld vilja  koma til móts við framleiðendur og sýna ákveðinn sveigjanleika við framfylgd löggjafar um matvælaupplýsingar (merkingar matvæla) sem kveður á um að innihaldslistar skuli tilgreina öll innihaldsefni vöru og ekki önnur. Sambærilegar ráðstafanir hafa verið gerðar af hálfu yfirvalda í nágrannalöndum.

Tímabundið er því mögulegt fyrir matvælafyrirtæki sem verða fyrir skorti á hráefnum vegna stríðsins í Úkraínu að nota áfram forprentaðar umbúðir að nokkrum skilyrðum uppfylltum:

  • Að kröfur varðand merkingar ofnæmis- og óþolsvalda séu alltaf virtar svo ekki skapist hætta fyrir neytendur
  • Að framleiðendur séu sannarlega að verða fyrir skorti á hráefnum vegna stríðsins og geti ekki fengið sama hráefni annarsstaðar frá.
  • Ef útskipti hráefnis hefur veruleg áhrif á umrædd matvæli og/eða ef óerfðabreyttum hráefnum er skipt út fyrir erfðabreytt, verða framleiðendur að upplýsa neytendur á einhvern hátt um það s.s. með skiltum í verslunum eða annarskonar upplýsingagjöf, t.d. á heimasíðu eða samfélagsmiðlum auk þess að upplýsa sinn eftirlitsaðila (Matvælastofnun eða Heilbrigðiseftirlit) um það.

Eftir sem áður eru matvælafyrirtæki ábyrg fyrir því að öll hráefni sem notuð eru við framleiðslu matvæla uppfylli almennar kröfur matvælalöggjafar s.s. um öryggi og efnainnihald og að rekjanleiki sé ávallt tryggður.

 Announcement in english

Regarding food labelling and shortages of raw materials resulting from the war in Ukraine

Due to the war in Ukraine, various food producers are facing shortages of certain raw materials, most notably sunflower oil, and lecithin. As a result, composite food product recipes may need to be changed at short notice. In many cases, manufacturers have a stock of pre-printed food packaging with ingredient lists in accordance with traditional recipes. The Icelandic government wants to provide producers and importers with a certain flexibility in the implementation of the legislation on food information which stipulates that ingredient lists must specify all the ingredients of a product and not others.

Temporarily, while the situation is ongoing, it is possible for food businesses dealing with a shortage of raw materials due to the war in Ukraine to continue to use pre-printed packaging under certain conditions:

  • That the requirements regarding labelling products causing allergies or intolerances are always respected so that there is no risk for consumers
  • That producers are indeed suffering from a shortage of raw materials due to the war and cannot get the same raw materials  elsewhere.
  • If the exchange of raw materials has a significant effect on the food in question and/or non-Genetically Modified (GM) food raw materials are replaced by GM food producers must  inform consumers by some means about the change, e.g., with signs in shops or other information, e.g., on their website or social media as well as they must inform their competent control authority.

Food business operators are reminded that, as always, they are responsible for ensuring that all raw materials used in food production meet the general requirements of food legislation, e.g., on safety and chemical content and the insurance of  traceability.

 


Getum við bætt efni síðunnar?