Fara í efni

Týndur köttur

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Læðan Nuki, sem er svartur stutthærður 4 ára köttur með hvítan blett á bringu, slapp úr flugvél á Reykjavíkurflugvelli í dag. Flugvélin kom frá Danmörku og millilenti á Reykjavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna. Kötturinn hefur ekki farið í gegnum einangrunarstöð og getur stafað smithætta af honum. Því er mikilvægt að hann finnist.

Kötturinn er örmerktur með númerinu 958–000–002–337–862. Hann er einnig húðflúraður í eyra með númerinu EFP055. 

Þeir sem verða kattarins varir eru beðnir um að láta lögreglu eða héraðsdýralækni Matvælastofnunar í Suðvesturumdæmi strax vita.  Sími lögreglu er 112 og sími héraðsdýralæknis er 894 0240. Að sögn eiganda er kötturinn styggur við ókunnuga. 

Mikilvægt er að kötturinn sé ekki tekinn inn á heimili þar sem dýr eru fyrir.

Mynd tengist ekki frétt með beinum hætti


Getum við bætt efni síðunnar?