Fara í efni

Tillaga að rekstrarleyfi Benchmark Genetics Iceland til fiskeldis að Kalmanstjörn

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Benchmark Genetics Iceland hf. vegna fiskeldis að Kalmanstjörn í Reykjanesbæ. Um er að ræða nýtt rekstrarleyfi fyrir 600 tonna hámarkslífmassa vegna seiða -og matfiskeldis á laxi.

Framkvæmd fyrirtækisins fór í gegnum mat á umhverfisáhrifum i samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum.

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Matvælastofnun á mast@mast.is. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 14. nóvember.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?