Fara í efni

Tillaga að rekstrarleyfi Benchmark Genetics Iceland til fiskeldis að Kalmanstjörn

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Benchmark Genetics Iceland hf. vegna fiskeldis að Kalmanstjörn í Reykjanesbæ. Um er að ræða nýtt rekstrarleyfi fyrir 600 tonna hámarkslífmassa vegna seiða -og matfiskeldis á laxi.

Framkvæmd fyrirtækisins fór í gegnum mat á umhverfisáhrifum i samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum.

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Matvælastofnun á mast@mast.is. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 14. nóvember.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?