Fara í efni

Tillaga að breytingu á rekstrarleyfi Fiskeldis Austfjarða til fiskeldis í Berufirði

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að breytingu á rekstrarleyfi Fiskeldis Austfjarða í Berufirði en fyrirtækið er með rekstrarleyfi fyrir 9.800 tonn hámarkslífmassa af laxi í Berufirði (FE-1138) sem var gefið út 21. mars 2019 og breytt 5. maí 2021. Heimilaður hámarkslífmassi á frjóum laxi er 7.500 tonn og 2.300 tonn er ófrjór lax sem samræmist áhættumati Hafrannsóknastofnunar vegna erfðablöndunar frá árinu 2020.
Tillaga að breytingu á rekstrarleyfi byggir á tilkynningu Fiskeldis Austfjarða frá 2021 og ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 2021 um breytingu á staðsetningu eldissvæða og útsetningaráætlun í Berufirði.

Breyting á rekstrarleyfinu heimilar færslu eldissvæðanna þannig að eldissvæðið við Hamraborg II verður lagt af en þess í stað afmarkað nýtt eldissvæði í firðinum norðanverðum sem kallast Gautavík. Sjókvíaeldissvæði A sem nær nú yfir þrjú samtengd eldissvæði (Glímeyri, Svarthamra og Svarthamarsvík) stækkar og skiptist með breytingunni í tvö sjókvíaeldissvæði, Glímeyri og Svarthamarsvík, sem skilin verða að með 100 metra bili. Sjókvíaeldissvæðið Hamraborg I er óbreytt. Eftir breytingar verða tvö sjókvíaeldissvæði í sunnanverðum firðinum og tvö sjókvíaeldissvæði í firðinum norðanverðum. Einnig er um að ræða breytingu á útsetningaráætlun sem miðar að því að setja út seiði á hverju ári, þannig að almennt verði tvö sjókvíaeldissvæði í notkun og tvö sjókvíaeldissvæði í hvíld á hverjum tíma.

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar á Matvælastofnun á mast@mast.is. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 28. júní 2021.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?