Fara í efni

Tilkynningaskylda vegna fóðurs

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Með lagabreytingu nýverið var stjórnsýsla einfölduð og dregið úr tilkynninga- og skráningaskyldu varðandi fóður. Nú er aðeins skylt að tilkynna til Matvælastofnunar framleiðslu , pökkun og innflutning  á:

  • Lyfjablönduðu  fóðri
  • Fóðuraukefnum
  • Forblöndum aukefna
  • Allt innflutt fóður frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins

Fóður sem skylt er að tilkynna skal vera búið að skrá hjá Matvælastofnun áður en það er flutt inn til landsins.  Jafnframt eiga þeir þeir sem flytja inn fóður að vera skráðir hjá Matvælastofnun sem fóðurinnflytjendur.

Fyrir 1. febrúar ár hvert er öllum framleiðendum og innflytjendum fóðurs skylt að tilkynna til Matvælastofnunar heildarmagn innflutts og framleidds fóðurs á undangengu ári.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?