Fara í efni

Til að flytja inn kartöflur þarf heilbrigðisvottorð

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun vekur athygli þeirra sem ætla að flytja inn kartöflur að heilbrigðisvottorð (e. phytosanitary certificate) þarf að fylgja öllum sendingum af erlendum kartöflum. Innflutningsvernd á kartöflum hefur verið felld niður á tímabilinu 3. maí til 11. ágúst 2019 þar sem framboð á kartöflum þykir ekki nægjanlegt. Dæmi eru um að Matvælastofnun hafi þurft að hafna innflutningi á kartöflum vegna skorts á heilbrigðisvottorði.

Kartöflur heyra undir reglugerð um inn- og útflutning plantna og plöntuafurða og er innflutningur þeirra skv. 5. gr. reglugerðarinnar heimill ef sendingunni fylgir heilbrigðisvottorð. Útgáfa heilbrigðisvottorðs er vottun á því að varan uppfylli kröfur reglugerðarinnar til þess vöruflokks sem við á hverju sinni.

Heilbrigðisvottorð er gefið út af plöntuheilbrigðisyfirvöldum útflutningslands og gildir einungis fyrir þá sendingu sem það er gefið út fyrir. Á vottorðinu skal koma fram tegund vöru, magn og upplýsingar um innflutningsaðila. Jafnframt má vottorð ekki vera eldra en 14 daga gamalt miðað við útflutningsdag.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?