THC í hampolíu
Frétt -
08.02.2023
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af Muna hampolíu sem Icepharma flytur inn vegna þess að það greindist THC (tetrahydrocannabinol) yfir leyfilegum hámarksgildum. THC er aðskotaefni í matvælum. Matvæli sem innihalda THC yfir hámarksgildum geta verið heilsuspillandi. Fyrirtækið hefur í samráði við heilbrigðiseftirlit í Reykjavík innkallað vöruna af markaði.
Matvælastofnun fékk fyrst upplýsingar um innköllunina í gegnum evrópska viðvörunarkerfið RASFF um hættuleg matvæli og fóður á markaði.
Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Vörumerki: Muna
- Vöruheiti: Hampolía
- Geymsluþol: Best fyrir dagsetning: 30.01.2023
- Strikamerki: 5694230036981
- Lotunúmer: Q581
- Nettómagn: 250 ml
- Framleiðandi: IFTEA s.r.l.
- Framleiðsluland: Ítalía
- Innflytjandi: Icepharma, Lynghálsi 13, 110 Reykjavík.
- Dreifing: Krónan, Nettó, Fjarðarkaup, Hagkaup, Kjörbúðin, Iceland, Melabúðin, Heimkaup, Brauðhúsið, H verslun, Hjá Jóhönnu og Lyfjaver.
Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila henni í verslun þar sem hún var keypt gegn endurgreiðslu.