Fara í efni

Strok laxfiska úr landeldisstöð

Matvælastofnun barst tilkynning frá Samherja Fiskeldi mánudaginn 6. maí 2024 um óhapp sem gæti hafa leitt til stroks eldislax úr fiskeldisstöð þeirra í Silfurstjörnunni, Öxarfirði.

Strokið uppgötvaðist við eftirlit starfsmanna 6. maí er seiði sáust í settjörn stöðvarinnar. Seiðin voru u.þ.b. 70-80 gr. og ósmoltuð. Ekki er hægt að útiloka að seiðin hafi smoltast í settjörn og komist út í sjó. Samkvæmt upplýsingum frá rekstraraðila fundust 868 seiði utan kers en óljóst er á þessum tímapunkti hvers mörg seiði struku í heild og þ.a.l. óljóst hve mörg seiði bárust í settjörnina. Rekstrarleyfishafi vinnur að endurheimt fiska úr settjörn og nákvæmari talningu til þess að meta umfang stroksins.

Matvælastofnun hefur kallað eftir gögnum og upplýsingum er varða viðbrögð fyrirtækisins og er atvikið til rannsóknar hjá stofnuninni.

*Fréttin var uppfærð kl 11:15 skv. leiðréttingu frá rekstraraðila


Getum við bætt efni síðunnar?