Stjórnvaldsákvarðanir á sviði eftirlits með dýravelferð í október 2024
Frétt -
12.11.2024
Ákvarðanir teknar um að taka hunda úr vörslum umráðamanna
Um var að ræða tvo hunda. Annan á Suðurlandi en hinn á höfuðborgarsvæðinu. Aðbúnaður þeirra reyndist með öllu ófullnægjandi.
Úrbætur í hrossahaldi unnar á kostnað umráðamanns
Hross voru haldin á Norðurlandi vestra í beitarlausu hólfi. Matvælastofnun lét því reka hrossin tímabundið í annað hólf sem stofnunin hafði tekið á leigu.