Fara í efni

Starfsemi sláturhúss stöðvuð

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur stöðvað markaðssetningu afurða frá Sláturhúsinu Seglbúðum ehf í Skaftárhreppi. Eftirlitsmönnum Matvælastofnunar var nýlega meinaður aðgangur að húsnæðinu og mun stofnunin ekki heimila dreifinga afurða frá sláturhúsinu fyrr en nauðsynlegt eftirlit hefur farið fram.

Tilgangur eftirlitsins var m.a. að fylgja eftir kröfum um úrbætur frá fyrri eftirlitsheimsóknum Matvælastofnunar. Ef ekki er unnt að framkvæma eftirlit getur stofnunin ekki sannreynt að framleiðslan uppfylli ákvæði laga um hollustuhætti í matvælaframleiðslu. Á meðan slíkt ástand varir er ekki hægt að heimila dreifingu matvæla og var markaðssetning stöðvuð á grundvelli 3. mgr. 30.gr laga nr. 93/1995 um matvæli.


Getum við bætt efni síðunnar?