Fara í efni

Staða nýrrar reglugerðar um Skráargatið

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Þann 28. ágúst sl. tilkynntu íslensk yfirvöld drög að nýrri reglugerð um Skráargatið til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Um er að ræða tillögu að nýrri reglugerð um Skráargatið sem mun koma í stað núverandi reglugerðar nr. 999/2013 um notkun Skráargatsins við markaðssetningu matvæla.

Drög þessarar nýju reglugerðar voru tilkynnt skv. tilskipun 98/34/EB og er hún nú í bið (standstill period) líkt og á við um allar tæknilegar reglugerðir af þessu tagi. Á meðan á biðtímanum stendur gildir reglugerðin ekki enda er þetta sá tími sem aðildarríkjum, framkvæmdastjórn ESB og ESA er gefinn til að gera athugasemdir við ákvæði reglugerðardraganna.

Skráargatið hefur verið í notkun í Svíþjóð frá árinu 1989 og varð að samnorrænu merki þegar það var tekið upp með sameiginlegri ákvörðun og setningu reglugerða í Svíþjóð, Noregi og Danmörku árið 2009. Ísland innleiddi reglugerðina um notkun Skráargatsins í nóvember 2013. Skráargatsreglugerðin hefur frá árinu 2011 verið í endurskoðun á Norðurlöndum. Ísland kom á síðari stigum að þessu samstarfi en afrakstur vinnunnar, sem voru drög að nýrri reglugerð, var lagður fram til umsagnar í öllum fjórum samstarfslöndunum í lok janúar 2014.

Þátttökulöndin hafa farið sameiginlega yfir umsagnirnar sem bárust og lagt lokahönd á nýja reglugerð um notkun Skráargatsins. Drög reglugerðarinnar hafa verið tilkynnt til ESA af Íslandi og Noregi og til ESB af Danmörku og Svíþjóð. Allar tilkynningar reglugerðarinnar (sjá samantekt hér að neðan) má finna á heimasíðu Evrópusambandsins.

Country

Reference

Title

Reception date

End of standstill date

Norway

2014/9007/N

Amendment of the regulation on voluntary labelling of foods with the Keyhole.

2014-06-27

2014-09-29

Denmark

2014/306/DK

Order concerning the use of the Keyhole symbol

2014-06-30

2014-10-01

Sweden

2014/315/S

Regulations amending the National Food Administration’s regulations (LIVSFS 2005:9) on the use of a particular symbol

2014-07-04

2014-10-06

Iceland

2014/9016/IS

Regulation on the use of the Keyhole label in the marketing of foodstuffs.

2014-08-28

2014-12-01


Þátttökulöndin fjögur náðu samkomulagi um alla grundvallarþætti reglugerðarinnar og er hún því nánast sú sama í öllum löndunum, einkum hvað varðar skilyrði og kröfur. Þó er ljóst að einhver munur er á milli landa og felst hann helst í mismunandi uppsetningu, gildistíma og ýmsum landsbundnum ákvæðum sem varða t.d. þvingunarúrræði og viðurlög.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?