Fara í efni

Smitandi hósti í hrossum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Í síðustu viku var tilkynnt um smitandi hósta í hrossum á Hólum í Hjaltadal og nokkrum nágrannabæjum. Hóstinn er alla jafna vægur og hrossin ekki sýnilega veik að öðru leyti, t.d. ekki með  hita, en nefrennsli getur fylgt sem verður graftarkennt þegar á líður. Einkennin ganga yfir á einni til tveimur vikum.



  Hægt er að rekja upphaf veikinnar 3-4 vikur aftur í tímann og því ljóst að ekki er mögulegt að einangra hana við tiltekin lanssvæði. Nú berast tilkynningar um sambærileg einkenni í hrossum víða á Suðurlandi og virðist sem hóstinn hafi tekið að breiðast út á svipuðum tíma sunnan lands og norðan.
 
Sýni úr veikum hrossum eru nú til rannsóknar á Tilraunastöðinni á Keldum og sýni hafa einnig verið send til greiningar í Svíþjóð.
 
Þó svo um vægan sjúkdóm sé að ræða er hestamönnum ráðlagt að hvíla hross sem hósta enda bendir allt til þess að hvíld og góður aðbúnaður  hjálpi hrossum að komast yfir þessa sýkingu.

Ekki hafa verið settar hömlur á flutninga hrossa eða mótahald en hestamenn eru hvattir til að sýna varúð og vera ekki á ferðinni með veik hross.


Getum við bætt efni síðunnar?