Fara í efni

Slysahætta af bjórdósum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á tveimur framleiðslulotum af Benchwarmers Citra Smash bjórdósum frá Benchwarmers Brewing Co. Dósirnar geta bólgnað út og sprungið. ÁTVR hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað vöruna. 

Upplýsingar um vöruna:

  • Vörheiti: Benchwarmers Citra Smash
  • Framleiðandi: Benchwarmers Brewing Co.
  • Nettómagn:  330 mL
  • Best fyrir dags. : 19.12.2021 og 22.12.2021
  • Strikamerki: 735009942004
  • Framleiðsluland: Svíþjóð
  • Dreifing: Vínbúðir ÁTVR: Kringlunni, Heiðrúnu, Skútuvogi, Skeifunni, Dalvegi, Smáralind, Garðabær, Hafnarfirði, Reykjanesbæ og Akureyri.

Benchwarmers bjór

Neytendur sem hafa keypt vöruna eru beðnir um að farga henni eða skila í næstu Vínbúð. Ef umbúðir eru bólgnar ber að gæta fyllstu varúðar. Nánari upplýsingar veitir Skúli Þór á vörusviði ÁTVR, sími 842-2747 og Sigrún Ósk  sími 895-6484.

Ítarefni

 


Getum við bætt efni síðunnar?