Fara í efni

Sérfræðingur í matvælaeftirliti

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun óskar eftir að ráða starfsmann í fullt starf vegna matvælaeftirlits með fyrirtækjum í kjöt- og mjólkuriðnaði. Um er að ræða fullt starf á aðalskrifstofu MAST á Selfossi.


Helstu verkefni:


 • Eftirlit með starfsleyfisskyldum fyrirtækjum í kjöt- og mjólkuriðnaði
 • Önnur eftirlitverkefni á matvælasviði
 • Vinna að matvælaöryggi í samvinnu við aðra starfsmenn stofnunarinnar
 • Samskipti við fyrirtæki og stofnanir
 • Upplýsinga- og gagnaöflun ásamt skýrslugerð
 • Fræðsla og upplýsingagjöf
 • Fylgjast með löggjöf og þróun á sínu starfssviði
 • Önnur tilfallandi verkefni sem starfsmanni eru falin


Menntunar- og hæfniskröfur:


 • Dýralæknismenntun, matvælafræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla á sviði matvælaeftirlits er æskileg
 • Nákvæmni, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Skipulags- og samskiptahæfileikar
 • Góð tölvu- og tungumálakunnátta


Nánari upplýsingar um starfið veita Sigurður Örn Hansson og Kjartan Hreinsson í síma 530-4800. Umsóknum ásamt ferilskrá og öðrum nauðsynlegum upplýsingum skal skilað til Matvælastofnunar, Austurvegi 64, 800 Selfoss, merktum “matvælaeftirlit” eða með tölvupósti á mast@mast.is. Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst 2010. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna.Getum við bætt efni síðunnar?