Fara í efni

Sauðfé sem hefur grafist í fönn á Norðurlandi

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun telur mikilvægt að hlúa vel að fé sem hefur lent í illviðri sem þessu. Best er að koma þessu fé í vel loftræst hús, með gott aðgengi að vatni og heyi. Það verður þó að varast að hey sé of kraftmikið en reyna að koma fé til og leyfa því að jafna sig. Ef ekki er til húspláss fyrir allt fé, þá er best að koma því í haga og einhvers konar skjól í byggð. 


Þar sem ekki er ásættanlegt að senda fé sem hefur lent í hrakningum og jafnvel marist strax til slátrunar, þá er æskilegast að það fái tveggja til þriggja vikna hvíld í góðum aðbúnaði til að jafna sig.


Héraðsdýralæknir Matvælastofnunar á Norðausturlandi hefur verið á þessu náttúruhamfara svæði síðustu daga og tekið þátt í aðgerðum sem snúa að stofnuninni og fyrirhugað er að fjölga dýralæknum á vegum stofnunarinnar á næstu dögum.Getum við bætt efni síðunnar?