Fara í efni

Samráðsþing MAST2012: Áhættugreining og eftirlit

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun boðar til Samráðsþings n.k. föstudag kl. 13-16 á Hilton Reykjavík Nordica (2.h.). Tilgangur samráðsþingsins er að styrkja samskipti Matvælastofnunar við eftirlitsþega og aðra viðskiptavini.

Þemað að þessu sinni verður áhættugreining og eftirlit og munu sjónarmið stofnunarinnar og ýmissa hagsmunahópa koma fram. Að loknum framsöguerindum hefjast pallborðsumræður þar sem fundargestum verður gefinn kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig með nafni, nafni fyrirtækis/samtaka og netfangi á mast@mast.is fyrir 10. maí n.k.

Dagskrá þingsins má nálgast hér að neðan.

ÍtarefniGetum við bætt efni síðunnar?