Fara í efni

Samráð um örugg matvæli

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun, Matís og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið buðu til samráðsfunda um örugg matvæli í gær. Fyrst var fundað með hagsmunaðilum í Reykjavík um morguninn og á Selfossi eftir hádegi þar sem ráðherra flutti inngangserindi. Aðsókn var mikil og kom fjöldi sjónarmiða fram, jafnt frá aðstandendum sem og matvælaframleiðendum. 

Örugg matvæli gerir íslenskum yfirvöldum, Matvælastofnun og heilbrigðiseftirliti sveitarfélaganna betur kleift að framfylgja löggjöf um matvælaöryggi og neytendavernd, sem hefur nú þegar verið innleidd í gegnum EES-samninginn. Verkefnið felur í sér kaup og uppsetningu á rannsóknatækjum og þjálfun í faggiltum efnagreiningum og eftirlitsstörfum. Verkefnið var upphaflega hluti af IPA-áætlun vegna aðildarviðræðna Íslands við ESB en hefur nú verið hrint í framkvæmd í formi tvíhliða verkefnis milli þýskra og íslenskra stjórnvalda. Verkefnið er unnið í samvinnu Matís, Matvælastofnunar, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Federal Ministry of Food and Agriculture (BMEL), Federal Institute for Risk Assessment (BfR) og Lower Saxony State Office for Consumer Protection and Food Safety (LAVES) í Þýskalandi.

Forstjóri Matvælastofnunar þakkar þýskum samstarfsaðilum fyrir þeirra framlag

Bættur innlendur rannsóknabúnaður og aukin þjálfun eftirlits- og rannsóknamanna mun stuðla að auknu matvælaöryggi og neytendavernd. Verkefnið mun jafnframt auka traust til íslenskrar matvælaframleiðslu, opna markaði fyrir íslenska matvælaframleiðendur og bæta sóknarfæri þeirra á erlendri grundu.

Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast hér að neðan.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?