Salmonellufaraldur í Bandaríkjunum
Frétt -
26.01.2009
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
![]() |
Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) varar
neytendur við neyslu matvæla sem innihalda hnetusmjör vegna
salmonellufaraldurs sem upp hefur komið í Bandaríkjunum. Alls hafa 434
manns veikst af Salmonella typhimurium og vinnur FDA að því að finna uppruna smitsins. Talið er að hnetusmjör sem framleitt er af fyrirtækinu Peanut Corporation of America í Georgíu sé smitað. Til öryggis hefur FDA og Matvælastofnun Kanada (CFIA) í samstarfi við framleiðslufyrirtæki innkallað allar vörur unnar úr hnetusmjöri frá fyrirtækinu. |
Ekki er vitað um nein tilfelli salmonellusýkinga sem rekja má til matvæla með hnetusmjöri hér á landi né að vörur sem fram koma á listum FDA og CFIA séu í dreifingu hér á landi. Matvælastofnun mun áfram fylgjast með gangi mála í gegnum viðvörunarkerfi RASFF (Rapid Alert System for Food and Feed).
Ítarefni
- Listi Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna (FDA) yfir umræddar vörur
- Listi Matvælastofnunar Kanada (CFIA) yfir umræddar vörur
- Almennt um salmonellu