Fara í efni

Salmonella í súkkulaðieggjum

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun varar við neyslu á Kinder Surprise súkkulaðieggjum vegna gruns um salmonellusýkingu. Tilfelli sem hægt er að rekja til neyslu á þessum eggjum  hafa komið upp í sjö Evrópuríkjum og Bretlandi.  Innflutningsfyrirtækin sem hafa flutt inn súkkulaðieggin  hafa innkallað vörurnar, sent út fréttatilkynning og upplýst Heilbrigðiseftirlitin um málið.

Innköllunin á eingöngu við eftirfarandi lotur:

  • Framleiðandi: Ferrero
  • Framleiðsluland: Belgía
  • Best fyrir: Allar dagsetningar
  • Vöruheiti: Kinder Surprise, 20g
  • Strikamerki: 40084107
  • Vöruheiti: Kinder Surprise. 3x20g
  • Strikamerki: 8000500026731
  • Vöruheiti: Kinder Surprise Maxi, 100g (Easter)
  • Strikamerki: 4008400231327
  • Vöruheiti: Kinder Surprise, 100g (Christmas)
  • Strikamerki: 4008400230726

 

Innflutningsfyrirtæki: Aðföng, Ísam-OJK og Krónan

Dreifing: Verslanir Bónus, Hagkaupa og Olís um land allt og Skagfirðingabúð. Verslanir Krónunnar, N1, Versluninn Kassinn ehf., Vegamót, Kaupfélag Húnvetninga, Samkaup, Extra, Verslun Hliðarkaup hf., Tíu Ellefu, Fjarðarkaup, Jónsabúð, Verslun Bjarna Eiríkssonar, Verslun Rangá, Albína 89, Góður kostur og Orkan. Einnig í Duty Free verslun á Keflavíkurflugvelli.

Viðskiptavinum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki, farga eða skila henni í verslun sem hún var keypt.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?