Fara í efni

Reglur um flutning á lömbum

Athygli er vakin á því að verklagsreglur fyrir flutning á lömbum með verndandi eða mögulega verndandi arfgerðir hafa verið endurskoðaðar. Nýjar reglur er að finna undir flipanum "Bændur" á heimasíðu Matvælastofnunar. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á reglunum, t.d hvað varðar mögulega verndandi arfgerðir. Þeim arfgerðum sem flytja má hefur verið fjölgað. Einnig hafa verið gerðar breytingar hvað varðar flutninga á svæðum innan riðuhólfs þar sem riða hefur greinst á síðustu 7 árum.

Ný umsóknareyðublöð hafa verið birt í Þjónustugátt Matvælastofnunar, bæði er þar nú að finna sérstakt eyðublað til þess að sækja um sölu (nr. 2.46) og einnig kaup (nr. 2.45) á lömbum með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir. Almenn umsóknareyðublöð fyrir verslun með lömb af líflambasölusvæðum halda sér lítið breytt og eru einnig að finna í Þjónustugáttinni (kaup nr. 2.09, sala nr. 2.11).


Getum við bætt efni síðunnar?