Fara í efni

Reglugerð um súnur

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
Reglugerð nr. 1048/2011 um vöktun súna (sjúkdóma sem smitast á milli manna og dýra) og súnuvalda var gefin út 7. nóvember s.l.  Reglugerð þessi byggir á tilskipun Evrópusambandsins nr. 99/2003 sem ber sama nafn.


   Með þessari reglugerð er í fyrsta sinn settar heildarreglur  á Íslandi um vöktun og varnir gegn sjúkdómum  sem berast á milli manna og dýra, en fram að þessu hafa reglur um tiltekna sjúkdóma eða sjúkdómsvaldandi örverur verið í ýmsum reglugerðum og þar fjallað um afmarkaða þætti, t.d. salmonellu og kampýlóbakter ákvæði  í tveimur reglugerðum er varða alifugla. Auk þess tekur nýja reglugerðin til matarsýkinga og þols gegn sýklalyfjum. Tilgangi reglugerðarinnar er lýst í 1. gr. en hún hljóðar svo:

„Tilgangurinn með þessari reglugerð er að sjá til þess að súnur og súnuvaldar og tengt þol þeirra gegn sýklalyfjum sé vaktað á réttan hátt og tilhlýðileg faraldsfræðileg rannsókn fari fram á uppkomu matarborinna sjúkdóma þannig að unnt sé að safna upplýsingum sem eru nauðsynlegar til þess að meta viðkomandi leitni og uppruna.“

Helstu nýmæli eru þau að stjórnvöldum er gert skylt að sjá til þess að tilteknar súnur og súnuvaldar og þol gegn sýklalyfjum sé vaktað og að faraldsfræðilegar rannsóknir  vegna matarsýkinga séu framkvæmdar og  upplýsingaskipti séu tryggð. Á næsta ári verður haldið áfram að hrinda í framkvæmd ákvæðum þessarar reglugerðar.


Ítarefni




Getum við bætt efni síðunnar?