Fara í efni

Reglugerð um innflutningshöft vegna aflatoxíns

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

  

Ný reglugerð nr. 284/2011 hefur tekið gildi um sérstök skilyrði fyrir innflutning á tilteknum matvælum frá tilteknum þriðju löndum vegna mengunaráhættu af völdum aflatoxína. Reglugerðin sameinar auglýsingar um innflutningshöft vegna mengunaráhættu af völdum aflatoxín í hnetum og fíkjum í eina reglugerð og með útgáfu hennar falla m.a.  úr gildi auglýsingar fyrir parahnetur frá Brasilíu, jarðhnetur frá Kína og Egyptalandi, pistasíur frá Íran og fíkjur, heslihnetur og pistasíur frá Tyrklandi og möndlur frá Bandaríkjunum. Reglugerðin byggir á Evrópureglugerð nr. 1152/2009 en samkvæmt henni skal:

  • tilkynna til Matvælastofnunar á samræmdu eyðublaði um innflutning á matvælum sem reglugerðin nær til og senda viðeigandi fylgigögn (heilbrigðisvottorð og niðurstöður úr sýnatökum).
  • tíðni sýnatöku vera frá 10%-100% af fjölda sendinga.
  • Ath. Reglugerðin gildir ekki fyrir vörusendingar af tilteknum matvælum með heildarþyngd undir 20 kg.
 

Getum við bætt efni síðunnar?