Fara í efni

Ráðstöfun fjár vegna ullarnýtingar

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Auglýst var eftir umsóknum um stuðning til söfnunar ullar í Bændablaðinu þann 11. ágúst sl. Ein umsókn barst frá ÍSTEX hf. sem er reiðubúið til þess að uppfylla öll skilyrði samkvæmt 3. og 4. gr. verklagsreglna um ráðstöfun fjár vegna ullarnýtingar í reglugerð nr. 1221/2015, viðauka I.

Um fyrirkomulag um greiðslur til bænda segir í 1. tölul. 1. mgr. 2. gr. verklagsreglnanna að fjármunum til ullarnýtingar skuli ráðstafað þannig að a.m.k. 85% skulu greiðast til bænda og skal fjárhæðinni deilt niður hlutfallslega eftir gæðum á hvert kíló hreinnar ullar miðað við alla innlagða ull á tímabilinu 1. nóvember – 31. október  samkvæmt verðskrá sem Matvælastofnun hefur samþykkt. Þá segir í 1. mgr. 6. gr. að Matvælastofnun gerir síðan upp við seljanda ullar, Ístex hf., eigi síðar en 1. mars 2017.

Verðskrá vegna beingreiðslna til bænda sbr. 1.tölul. 1. mgr. 2. gr. verklagsreglna hefur verið samþykkt af Matvælastofnun. Fjárhæðir eru áætlaðar og birtar með fyrirvara um breytingar á fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017.

Nr

Gæðaflokkur

Áætlað verð

Stuðlar

10

H-   Lamb

708

1,40

11

H-1 Flokkur

683

1,35

12

H-2 Flokkur

455

0,90

13

H-2 Lamb (lítið gölluð)

683

1,35

14

M-Svart

607

1,20

15

M-Grátt

607

1,20

16

M-Mórautt

607

1,20

22

M-2 Flokkur

152

0,30

23

M-3 Flokkur

24

Úrkast

 



Getum við bætt efni síðunnar?