Fara í efni

Opið málþing um gæludýr

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun vekur athygli á málþingi Dýraverndarsambands Íslands í dag, mánudaginn 30. janúar, kl. 17-19. Meðal fyrirlesara er dýralæknir gæludýra og dýravelferðar hjá Matvælastofnun sem fjallar um af hverju það er andstætt dýravelferð að halda hunda langtímum saman í litlum ferðabúrum en bann við því tók gildi með nýrri reglugerð um velferð gæludýra.

Á málþingu verður jafnframt fjallað um siðferði í gæludýrahaldi og niðurstöður starfshóps um hvort leyfa eigi gæludýr í strætó. Þá verður greint frá veitingu viðurkenningarinnar Dýraverndari ársins 2016 og veitingu fjárstyrkja Dýraverndarsambands Íslands í þágu dýravelferðar.

Málþingið verður haldið á Grensásvegi 12A, sem er bakhús beint fyrir aftan Grensásveg 12, og eru allir velkomnir. Nánari upplýsingar er að finna í ítarefninu hér að neðan.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?