Ólöglegur innflutningur á notuðum reiðtygum
Frétt -
25.11.2010
Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.
|
Notuð reiðtygi og
óhreinn reiðfatnaður fundust í gær við tollskoðun á bíl sem var að koma
erlendis frá með gámaflutningaskipi. Bíllinn sem er með íslenskt
skráningarnúmer var einnig mjög óhreinn og var greinilega að koma beint
úr umhverfi hesta. Um er að ræða brot á
lögum um dýrasjúkdóma og vörnum gegn þeim, þar sem skýrt er kveðið á um
bann við slíkum innflutningi. Matvælastofnun lítur málið mjög alvarlegum augum enda hefði innflutningurinn falið í sér mikla hættu á að nýr smitsjúkdómur bærist í íslenska hrossastofninn eða aðrar dýrategundir. |
Furðu sætir að svo gróf tilraun sé gerð til að smygla notuðum reiðtygjum og óhreinum reiðfatnaði til landsins í ljósi þess að íslensk hrossarækt og hestamennskan öll hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna faraldurs smitandi hósta á þessu ári. Í tengslum við það áfall hefur verið hamrað á reglum um sjúkdómavarnir og hinar alvarlegu afleiðingar smitsjúkdóma í hrossum ættu að vera öllum hestamönnum kunnar.
Ítarefni
Sýnishorn af notuðum reiðtygum og reiðfatnaði sem reynt var að flytja til landsins: