Fara í efni

Ólöglegur innflutningur á marðardýri

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Þriðjudagsmorgunn 5. júní hafði tollstjórinn á Seyðisfirði samband við héraðsdýralækni Matvælastofnunar í Austurumdæmi og sagðist hafa lagt hald á marðardýr í bíl, sem var að koma til landsins með m/s Norröna. Lagt var hald á dýrið og Héraðsdýralæknir Matvælastofnunar upplýsti eigandann um að aflífa þyrfti dýrið á staðnum eða fara með það úr landi. Eigandinn kaus að fara með það úr landi en þess í stað reyndi að komast undan með dýrið.


Eftir nokkrar tilraunir eigandans til að villa fyrir yfirvöldum lagði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hald á dýrið þann 15. júní á heimili mannsins og verður hann kærður fyrir brot á lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra. Dýrið var afhent héraðsdýralækni Matvælastofnunar í Suðvesturumdæmi þar sem aflífun var framkvæmd af dýralækni. 


Matvælastofnun lítur þetta mál alvarlegum augum. Innflutningur hefur aldrei verið leyfður á dýrum sem þessum og getur ólöglegur innflutningur haft margvíslegar afleiðingar. Þegar sótt hefur verið um innflutning á marðardýrum hefur því ávallt verið neitað og þá fyrst og fremst á þeim forsendum að erlendis eru þessi dýr talin til meindýra. Þau geta orðið verri skaðvaldar í náttúrunni en minkurinn og borið alvarlega dýrasjúkdóma s.s. hundaæði til landsins.Getum við bætt efni síðunnar?