Fara í efni

Uppfært: Allar Atkins brauðblöndur innkallaðar

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Uppfært: Í ljós hefur komið að fleiri lotur innihalda ethylen oxíð og hefur innflytjandi ákveðið að innkalla allar Bread Mix vörur af markaði. 

Matvælastofnun varar við Atkins bread mix vegna þess að sesamfræ sem notuð eru í framleiðslu á brauðblöndunni innihalda varnarefnið ethylen oxíð sem óheimilt er að nota við framleiðslu matvæla. Fif Food ehf. (Bætiefnabúllan), sem flytur inn vöruna, hefur innkallað hana af markaði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs.

Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna frá innflytjanda sem hafði fengið upplýsingar frá sínum birgja í Evrópu.

Uppfært: Allar lotur eru innkallaðar:

  • Vörumerki: Atkins
  • Vöruheiti: Bread mix
  • Framleiðandi: Simply Good Foods International B.V., Dr. van Wiechenweg 2, 8025 Zwolle, Hollandi
  • Innflytjandi: Fit Food ehf, Kaplahrauni 1, 220 Hafnarfirði
  • Best fyrir dagsetningar: 16-06-2021, 16-08-2021, 17-10-2021, 19-11-2021, 23-11-2021
  • Dreifing: Samkaup

Atkins Bread Mix

Viðskiptavinir eru vinsamlega beðnir um að skila vörunni til Fit Food ehf. /Bætiefnabúllan, Kaplahrauni 1, 220 Hafnarfirði. Nánari upplýsingar fást í síma 5885700 og á netfanginu sala@baetiefnabullan.is.

Ítarefni

Uppfært 05.11.20 kl. 10:55
Uppfært 04.11.20 kl. 9:22


Getum við bætt efni síðunnar?