Fara í efni

Óheilnæmar aðstæður við pökkun hrísgrjóna

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun barst í gær tilkynning í gegnum hraðviðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður (RASFF) um hrísgrjón sem framleidd voru við óheilnæmar aðstæður og geta innihaldið úrgang úr nagdýrum. Kaupás ehf. hefur nú, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, innkallað frá neytendum hrísgrjón frá First Price og Grøn Balance.

  • Vörumerki: First Price, Grøn Balance. 
  • Vöruheiti: First Price jasmín hrísgrjón, First Price basmati hrísgrjón, Grøn Balance brún hrísgrjón, Grøn Balance basmati hrísgrjón, Grøn Balance jasmín hrísgrjón. 
  • Strikanúmer: 7311041076392, 7311041076408, 5701410372248, 5701410348847, 5701410348830. 
  • Nettó þyngd: 1 kg 
  • Best fyrir: Allar dagsetningar 
  • Framleiðandi: Euro Basmati GMBH 
  • Framleiðsluland: Þýskaland, Taíland, Indland. 
  • Dreifing: Allar verslanir Krónunnar og Kjarvals um allt land og Nóatún Austurveri. 

Viðskiptavinum sem hafa keypt vörurnar í framangreindum verslunum er bent á að neyta þeirra ekki og farga eða skila þeim í viðkomandi verslun.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?