Fara í efni

Nýr vefur Matvælastofnunar

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, opnaði formlega nýjan vef Matvælastofnunar (MAST) í dag við hátíðlega athöfn á aðalskrifstofu stofnunarinnar á Selfossi. 

 

Nýi vefur Matvælastofnunar hefur það að markmiði að auðvelda og bæta aðgang almennings, eftirlitsþega og annarra viðskiptavina að upplýsingum stofnunarinnar. Notendur vefsins geta valið um að nálgast upplýsingar úr aðalveftré stofnunarinnar þar sem upplýsingum er raðað eftir málaflokkum eða með vefviðmótinu "Upplýsingar fyrir..." þar sem upplýsingum er safnað saman sem snúa að hverjum hagsmunahópi fyrir sig.

 

Meðal nýjunga á vefnum er rafræn meðferð mála í gegnum Þjónustugátt MAST, myndræn birting á fjölda búfjár í gegnum Mælaborð MAST og birting Gæðahandbókar stofnunarinnar. Jafnframt hefur aðgengi að eyðublöðum verið bætt, ásamt rafrænum skráningum á eftirlitsskýrslum í gegnum gagnagrunninn ÍsLeyfur.

 

Unnið er að áframhaldandi þróun vefsins og má búast við einhverjum truflunum á tenglum á næstu dögum. Notendur vefsins eru hvattir til að koma ábendingum á framfæri í gegnum ábendingakerfi stofnunarinnar með því að smella á "Hafa samband" eða senda tölvupóst á netfangið mast@mast.is.

Nálgast má gamla vef Matvælastofnunar á vefslóðinni www2.mast.is.

 


Getum við bætt efni síðunnar?