Fara í efni

Nýr forstjóri Matvælastofnunar

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað doktor Hrönn Ólínu Jörundsdóttur í embætti forstjóra Matvælastofnunar til næstu fimm ára. Hrönn hefur störf 1. ágúst nk. Alls bárust átján umsóknir um starfið og mat hæfnisnefnd fimm umsækjendur vel hæfa til þess að gegna því. Hrönn er efnafræðingur með framhaldsmenntun í umhverfisefnafræði og hefur starfað hjá Matís undanfarin 11 ár. Hún hefur jafnframt sérhæft sig á sviði matvælaöryggis, áhættumats og áhættumiðlunar.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?