Fara í efni

Nýjustu lög og reglur

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun birtir reglulega yfirlit yfir nýjustu lög og reglur sem varða starfssvið stofnunarinnar. Eftirfarandi reglugerðir um matvælaöryggi, plöntuheilbrigði, dýraheilbrigði, dýravelferð, áburð og/eða fóður hafa tekið gildi frá 24. febrúar 2015.

 

  • Nr. 181/2015 Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 1294/2014 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda (EB gerðir 1169/2011, 1155/2013, 78/2014).
  • Nr. 182/2015 Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 135/2010 um gildistöku reglugerðar EB nr. 2073/2005 um örverufræðilegar viðmiðanir fyrir matvæli (EB gerð 217/2014).
  • Nr. 183/2015 Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 270/2010 um gildistöku reglugerðar EB nr. 401/2006 um aðferðir við sýnatöku og greiningu vegna opinbers eftirlits með innihaldi sveppaeiturs í matvælum (EB gerð 519/2014).
  • Nr. 184/2015 Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 265/2010 um gildistöku reglugerðar EB nr. 1881/2006 um hámarksgildi fyrir tiltekin aðskotaefni í matvælum (EB gerð 212/2014).
  • Nr. 185/2015 Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 105/2010 um gildistöku reglugerðar EB nr. 854/2004 um sértækar reglur um skipulag opinbers eftirlits með afurðum úr dýraríkinu sem eru ætlaðar til manneldis (EB gerð 218/2014, 219/2014).
  • Nr. 186/2015 Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 911/2011 um garnaveiki og varnir gegn henni.
  • Nr. 289/2015 Reglugerð um (7.) breytingu á reglugerð nr. 135/2010 um gildistöku reglugerðar EB nr. 2073/2005 um örverufræðilegar viðmiðanir fyrir matvæli (EB gerð 209/2013).
  • Nr. 354/2015 Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 167/2015 um lyfjafræðilega virk efni og flokkun þeirra að því er varðar hámarksgildi leifa í matvælum úr dýraríkinu (EB gerð 676/2014, 677/2014, 681/2014, 682/2014, 683/2014).
  • Nr. 355/2015 Reglugerð um (72.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri (EB 684/2014, 847/2014, 848/2014, 849/2014, 852/2014, 862/2014, 863/2014).
  • Nr. 356/2015 Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 835/2010 um gildistöku reglugerðar EB nr. 669/2009 um framkvæmd reglugerðar EB nr. 882/2004 að því er varðar aukið, opinbert eftirlit með innflutningi á tilteknu fóðri og matvælum, sem eru ekki úr dýraríkinu (EB 718/2014).
  • Nr. 357/2015 Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 1012/2010 um gildistöku reglugerðar EB nr. 152/2009 um aðferðir við sýnatöku og greiningu vegna opinbers eftirlits með fóðri.
  • Nr. 358/2015 Reglugerð um (9.) breytingu á reglugerð nr. 265/2010 um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1881/2006 um hámarksgildi fyrir tiltekin aðskotaefni í matvælum.
  • Nr. 359/2015 Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 234/2014 um gildistöku reglugerðar ESB nr. 211/2013 um kröfur varðandi útgáfu vottorða vegna innflutnings til Sambandsins á spírum og fræjum sem ætluð eru til framleiðslu á spírum.
  • Nr. 360/2015 Reglugerð um aðferðir við sýnatöku og greiningu vegna eftirlits með innihaldi díoxína, díoxínlíkra PCB-efna og ódíoxínlíkra PCB-efna í tilteknum matvælum.
  • Nr. 361/2015 Reglugerð um samræmda eftirlitsáætlun fyrir árin 2015, 2016 og 2017 til þess að tryggja að farið sé að ákvæðum um hámarksgildi varnarefnaleifa og meta þau váhrif sem neytendur verða fyrir af völdum varnarefnaleifa í og á matvælum úr jurta- og dýraríkinu.
  • Nr. 362/2015 Reglugerð um (10.) breytingu á reglugerð nr. 978/2011 um gildistöku reglugerðar EB nr. 1333/2008 um aukefni í matvælum.
  • Nr. 363/2015 Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 397/2013 um gildistöku reglugerðar ESB nr. 231/2012 um nákvæmar skilgreiningar á aukefnum í matvælum sem eru tilgreind í II. og III. viðauka við reglugerð EB nr. 1333/2008.
  • Nr. 364/2015 Reglugerð um (5.) breytingu á reglugerð nr. 189/1990 um innflutning og útflutning á plöntum og plöntuafurðum.
  • Nr. 406/2015 Reglugerð um (11.) breytingu á reglugerð nr. 978/2011 um gildistöku reglugerðar EB nr. 1333/2008 um aukefni í matvælum.
  • Nr. 407/2015 Reglugerð um (29.) breytingu á reglugerð nr. 301/1995 um eftirlit með sáðvöru.
  • Nr. 408/2015 Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 397/2013 um gildistöku reglugerðar ESB nr. 231/2012 um nákvæmar skilgreiningar á aukefnum í matvælum sem eru tilgreind í II. og III. viðauka við reglugerð EB nr. 1333/2008.
  • Nr. 409/2015 Reglugerð um (73.) breytingu á reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri.
  • Nr. 410/2015 Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 172/2012 um leyfi eða synjun leyfis fyrir tilteknum heilsufullyrðingum.
  • Nr. 411/2015 Reglugerð um gildistöku reglugerðar ESB nr. 1135/2014 um leyfi fyrir heilsufullyrðingu er varðar matvæli og vísar til minnkunar á sjúkdómsáhættu.
  • Nr. 412/2015 Reglugerð um gildistöku reglugerðar ESB nr. 1154/2014 um synjun leyfis fyrir tilteknum heilsufullyrðingum er varða matvæli og vísa hvorki til minnkunar á sjúkdómsáhættu né til þroskunar eða heilbrigðis barna.
  • Nr. 413/2015 Reglugerð um gildistöku reglugerðar ESB nr. 1226/2014 um leyfi fyrir heilsufullyrðingu er varðar matvæli og vísar til minnkunar á sjúkdómsáhættu.
  • Nr. 414/2015 Reglugerð um gildistöku reglugerðar ESB nr. 1228/2014 um veitingu og synjun leyfis fyrir tilteknum heilsufullyrðingum er varða matvæli og vísa til minnkunar á sjúkdómsáhættu.
  • Nr. 415/2015 Reglugerð um gildistöku reglugerðar ESB nr. 1229/2014 um synjun leyfis fyrir tilteknum heilsufullyrðingum er varða matvæli og vísa hvorki til minnkunar á sjúkdómsáhættu né til þroskunar eða heilbrigðis barna.
  • Nr. 416/2015 Reglugerð um (9.) breytingu á reglugerð nr. 105/2010 um gildistöku reglugerðar EB nr. 854/2004 um sértækar reglur um skipulag opinbers eftirlits með afurðum úr dýraríkinu sem eru ætlaðar til manneldis.
  • Nr. 417/2015 Reglugerð um (13.) breytingu á reglugerð nr. 104/2010 um gildistöku reglugerðar EB nr. 853/2004 um sérstakar reglur um hollustuhætti sem varða matvæli úr dýraríkinu.
  • Nr. 418/2015 Reglugerð um (10.) breytingu á reglugerð nr. 265/2010 um gildistöku reglugerðar EB nr. 1881/2006 um hámarksgildi fyrir tiltekin aðskotaefni í matvælum.
  • Nr. 420/2015 Reglugerð um (20.) breytingu á reglugerð nr. 672/2008 um hámarksgildi varnarefnaleifa í matvælum og fóðri.
  • Nr. 421/2015 Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 167/2015 um lyfjafræðilega virk efni og flokkun þeirra að því er varðar hámarksgildi leifa í matvælum úr dýraríkinu.
  • Nr. 422/2015 Reglugerð um (9.) breytingu á reglugerð nr. 630/2007 um ólífrænan áburð.
  • Nr. 423/2015 Reglugerð um gildistöku reglugerðar ESB nr. 579/2014 um undanþágu frá tilteknum ákvæðum II. viðauka við reglugerð EB nr. 852/2004 að því er varðar flutning á fljótandi olíum og fitu á sjó.
  • Nr. 428/2015 Reglugerð um notkun Skráargatsins við markaðssetningu matvæla.
  • Nr. 480/2015 Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 560/2014 um gildistöku reglugerðar EB nr. 798/2008 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði, svæði eða hólf, þaðan sem leyfður er innflutningur til Bandalagsins og umflutningur um Bandalagið á alifuglum og alifuglaafurðum, og um kröfur vegna heilbrigðisvottana fyrir dýr og dýraafurðir.
  • Nr. 512/2015 Reglugerð um brottfall reglugerðar nr. 283/2011 um gildistöku reglugerðar EB nr. 1151/2009 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á sólblómaolíu, sem er upprunnin í Úkraínu eða send þaðan, vegna áhættu á mengun af völdum jarðolíu og um niðurfellingu á ákvörðun 2008/433/EB.
  • Nr. 523/2015 Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 190/2011 um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum.

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?