Fara í efni

Nýjustu lög og reglur

Athugið að þessi frétt er ársgömul eða eldri.

Matvælastofnun hefur hafið birtingu á nýjum lögum og reglugerðum sem tengjast starfsemi stofnunarinnar. Hér má sjá lög og reglugerðir sem tekið hafa gildi það sem af er ári. Stefnt er að því birta framvegis mánaðarlega lista yfir þær reglugerðir sem tekið hafa gildi mánuðinn áður sem frétt á heimasíðu stofnunarinnar. 

Eftirfarandi lög og reglugerðir sem varða matvælaöryggi, plöntuheilbrigði, dýraheilbrigði, dýravelferð, áburð og fóður hafa takið gildi það sem af er ári:

Lög:

  • Nr. 20/2013 um breytingu á lyfjalögum nr. 93/1994 (lyfjablandað fóður)
  • Nr. 38/2013 um búfjárhald
  • Nr. 55/2013 um velferð dýra

Reglugerðir:

  • Nr. 41/2013 um (1.) breytingu á reglugerð nr. 580/2012 um framleiðslu og markaðssetningu aðila undir smáræðismörkum á matvælum og afhendingu frumframleiðenda á litlu magni matvæla beint til neytenda og staðbundinna smásölufyrirtækja.
  • Nr. 59/2013 um (1.) breytingu á reglugerð nr. 567/2012 um gjaldskrá fyrir eftirlit og aðra gjaldskylda starfsemi Matvælastofnunar.
  • Nr. 67/2013 um brottfall reglugerðar nr. 782/1999 um embætti yfirdýralæknis. 
  • Nr. 105/2013 um (7) breytingu á reglugerð nr. 630/2007 um ólífrænan áburð (EB gerð 223/2012).
  • Nr. 162/2013 um (1.) breytingu á reglugerð nr. 284/2011 um gildistöku reglugerðar EB nr. 1152/2009 um setningu sérstakra skilyrða fyrir innflutningi á tilteknum matvælum frá tilteknum þriðju löndum vegna mengunaráhættu af völdum aflatoxína og um að fella úr gildi ákvörðun 2006/504/EB (EB gerð 274/2012).
  • Nr. 220/2013 um ráðstafanir til að takmarka áhrif tiltekinna sjúkdóma í lagareldisdýrum og villtum lagardýrum (EB gerðir 2010/221 og 2011/825).
  • Nr. 221/2013 um framkvæmd tilskipunar 2006/88/EB að því er varðar eftirlits- og útrýmingaráætlanir og sjúkdómalausa stöðu ríkja, svæða og hólfa (EB gerð 2009/177).

Ítarefni


Getum við bætt efni síðunnar?